Ferð höfundarins

Ferð höfundarins

3.999 kr.

Ferð höfundarins hefur farið sigurför um heiminn meðal kvikmyndagerðarmanna en þar tekur höfundurinn Christopher Vogler saman hinar víðfrægu kenningar goðsagnafræðingsins Joseph Campbells um sagnagerð, þá sérstaklega þær sem koma fram í bókinni "The Hero with a Thousand Faces". Í bók sinni gerir Vogler grein fyrir því hvernig allar sögur fylgja í stórum dráttum hefð og fyrirmyndum goðsagna og útskýrir hvernig stærstu kvikmyndir allra tíma hafa fylgt meginreglum þeirra hvað varðar söguþræði og persónusköpun. Skref fyrir skref útskýrir Vogler uppbyggingu mismunandi goðsagna og persónugerða og aðstoðar þannig höfunda, gamla sem nýja, að fá innsýn og aðstoð í hinn flókna heim sagnagerðar. 382 bls. ISBN 978-9935-426-28-4. Bókafélagið.

Titill Ferð höfundarins
Flokkur Christopher Vogler
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Oct 25, 2012