Þrá eftir frelsi

Þrá eftir frelsi

1.999 kr.
Þrá eftir frelsi er bók fyrir þá sem þurft að glíma við ólýsanlegan missi – sjálfsvíg ástvinar.

Höfundar bókarinnar, Beverly Cobain og Jean Larch, brjótast í gegnum þagnarmúrinn, flóknar tilfinningar og smánarbletti með ótrúlegu hugrekki til að færa okkur þennan ljúfa og læknandi leiðarvísi fyrir fjölskyldumeðlimi sem misst hafa ástvin í sjálfsvíg. Sár og heiðarleg frásögn Cobains, samhliða ljúfum minningum frá öðrum þeim sem hafa þurft að glíma við afleiðingar sjálfsvíga, veitir innsæi inn í heim uppnáms, ótta og sektarkenndar sem fjölskyldumeðlimir í slíkum aðstæðum ganga í gegnum.

Beverly Cobain hefur þurft að takast á við þrjú sjálfsvíg í fjölskyldu sinni, þ.m.t. árið 1994 í tilfelli nákomins frænda hennar Kurt Cobains, söngvara hljómsveitarinnar Nirvana. Hún er starfandi hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í sálfræðilegri/geðrænni hjúkrun. Andlát Kurts frænda hennar varð til þess að hún byrjaði að rita hina rómuðu bók When Nothing Matters Anymore: A Survival Guide for Depressed Teens (Þegar ekkert skiptir lengur máli: Hvernig takast á við þunglyndi unglinga).

Jean Larch, S.W.T., er sérfræðingur í áfallahjálp og starfar náið með einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum og fjölskyldumeðlimum sem hafa þurft að takast á við sjálfsvíg. Hún hefur þróað námskeið um hugarheim þeirra sem stríða við sjálfsvígshugleiðingar og þjálfar starfsfólk á geðheilbrigðissviði við ýmsa þætti sem varða sjálfsvíg.
Titill Þrá eftir frelsi
Flokkur Beverly Cobain og Jean Larch
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Oct 26, 2012