Undirstaðan
Dagný Taggart rekur járnbrautarfyrirtæki fjölskyldu sinnar, en þrír menn keppa um ástir hennar, argentíski námueigandinn Francisco d’Anconia, iðnjöfurinn Hank Rearedn og hinn dularfulli John Galt. Baksviðið er Bandaríkin í örri hnignun. Þótt Undirstaðan, sem á frummálinu heitir Atlas Shrugged, sé mögnuð ástarsaga, flytur hún líka áleitin boðskap um undirokun og frelsi, sníkjulíf og sköpun. Samkvæmt lesendakönnunum er hún ein áhrifamesta bók allra tíma, næst á eftir biblíunni. Undirstaðan er vinsælasta bók Ayn Rand, sem er einn vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Undirstaðan kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku, en alls hafa átta milljónir eintaka selst af henni í Bandaríkjunum. Í fyrra kom út bók hennar Uppsprettan (e. Fountainhead) hjá Almenna bókafélaginu. Þýðing: Elín Guðmundsdóttir. 1014 bls. ISBN: 978-9935-426-42-0. Bókafélagið.
Titill | Undirstaðan |
Flokkur | Ayn Rand |
Gerð vöru | Bækur |
Útgáfudagur | Oct 26, 2012 |