Judy Moody bjargar heiminum

Judy Moody bjargar heiminum

Höfundur: Megan McDonald
1.999 kr.

Bækurnar um hina ærslafullu og skemmtilegu Judy Moody hafa notið mikilla vinsælla víða um heim undanfarin ár og selst í milljónum eintaka. Í Judy Moody bjargar heiminum lætur Judy umhverfismálin til sín taka og finnur upp á snjöllum hugmyndum í þeim efnum eins og henni einni er lagið. Í bókinni koma m.a. við sögu tyggjóklessur, skrípaplástrar, svínstær, leðurskjaldbökur og nöldurblýantar. Bækurnar um Judy Moody eru ætlaðar yngstu lesendunum, en helstu aðdáendur bókanna eru börn á aldrinum 6-10 ára. 122 bls. ISBN: 978-9935-426-21-5. Bókafélagið.

Titill Judy Moody bjargar heiminum
Höfundur Megan McDonald
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Oct 26, 2012