Kannski verður þetta ævintýri

Kannski verður þetta ævintýri

Höfundur: Benedikt Axelsson
2.294 kr.
Kannski verður þetta ævintýri er saga Ágústs Þórs Benediktssonar tónlistarmanns
sem ungur fékk krabbamein og hefur verið að fást við afleiðingar þess síðan. Sagan
er skrifuð í léttum dúr af föður hans, Benedikt Axelssyni. Titill sögunnar er tilvitnun í
tónlistarmanninn þegar faðir hans kvaddi hann á sjúkrahúsi eftir að hann frétti að hann væri að fara í afar umfangsmikla og flókna hjartaskurðaðgerð í Svíþjóð. Aðgerð sem ekki hafði áður verið framkvæmd á Íslendingi. Þetta voru engir sæludagar en sagan er samt ekki hörmungarsaga heldur þvert á móti. 178 bls. ISBN 978-9935-426-43-7. Bókafélagið.
Titill Kannski verður þetta ævintýri
Höfundur Benedikt Axelsson
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Oct 25, 2012