Árni Sam - Á fullu í 40 ár
Árni Samúelsson og fjölskylda hans er löngu orðin landsþekkt fyrir rekstur Sambíóanna. Hér segir frá æsku Árna og íþróttaferli, en hann var um tíma landsliðsmaður í handknattleik. Örlögin höguðu því svo að hann, bankastarfsmaðurinn, og eiginkona hans Guðný Ásberg tóku við rekstri Nýja bíós í Keflavík. Kom þá í ljós að bíóreksturinn átti vel við Árna. Fyrir daga hans var kvikmyndamenningin á Íslandi mjög bágborin og urðu Íslendingar að bíða í allt að þrjú ár áður en vinsælar kvikmyndir voru sýndar. Þetta breyttist allt með tilkomu Bíóhallarinnar í Mjóddinni, en með byggingu hennar lagði fjölskyldan allt undir. Framhaldið þekkja allir.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson rithöfundur skrifar bókina sem er hvort tveggja í senn stórmerkileg heimild um bíómenningu Íslendinga og um persónu og athafnasemi Árna og fjölskyldu hans. 240 bls. ISBN: 978-9935-426-44-4. Bókafélagið.
Titill | Árni Sam - Á fullu í 40 ár |
Flokkur | Sigurgeir Orri Sigurgeirsson |
Gerð vöru | Bækur |
Útgáfudagur | Oct 26, 2012 |