Partíréttir

Partíréttir

1.999 kr.

Í Partíréttum gefur matgæðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir frábærar uppskriftir að ljúffengum og girnilegum réttum og öðru ljúfmeti sem einfalt og ánægjulegt er að reiða fram þegar gesti ber að garði eða við viljum gera okkur glaðan dag. Smáréttir, brauðréttir, súpur, kökur, ávaxta- og ísréttir, drykkir, fingrafæði, krakkakræsingar og fleiri freistandi partíréttir.

Rósa hefur skrifað og fjallað um mat og matargerð um langt árabil í tímaritum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi og er þekkt fyrir spennandi, góðar en um leið einfaldar uppskriftir. Síðasta matreiðslubók hennar Eldað af lífi og sál hefur notið mikilla vinsælda og margir réttir úr þeirri bók orðnir fastir liðir í eldhúsum landsmanna. Partíréttir er full af frábærum, einföldum hugmyndum í partíið þitt - lítið sem stórt. 

Titill Partíréttir
Flokkur Rósa Guðbjartsdóttir
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur May 26, 2013