Þess vegna sofum við

Þess vegna sofum við

Hin mjög svo lofaða og umtalaða bók (Why We Sleep) er nú komin út hjá Bókafélaginu. Fáar bækur hafa haft jafn mikil áhrif á umræðu um lýðheilsu og þessi bók Matthew Walkers um mikilvægi svefns. 

Þess vegna sofum við er tímamótaverk sem kannar innstu leyndardóma svefnsins og útskýrir hvernig við getum virkjað endurnýjunarmátt hans til að breyta lífi okkar til hins betra. 

Svefn hefur ávallt verið einn mikilvægasti þátturinn í lífi okkar, heilsu og langlífi en jafnframt sá sem við vissum einna minnst um, allt þar til vísindalegar uppgötvanir byrjuðu að varpa ljósi á hann fyrir tveimur áratugum. Hinn virti taugavísindamaður og svefnsérfræðingur, Matthew Walker, sýnir okkur nú á eftirminnilegan hátt hve lífsnauðsynlegur svefn er og hvernig hann styrkir hæfileika okkar til að læra og taka ákvarðanir, endurkvarðar tilfinningar, eflir ónæmiskerfið, stillir matarlystina og ýmislegt fleira. Þetta er bók sem fær lesandann til að endurskoða sitt líf og huga að svefnvenjum sínum.
Tags