Síðasta stúlkan

Síðasta stúlkan

Flokkur: Nadia Murad
2.999 kr.
Mögnuð endurminningabók Nadiu Murad, sem fæddist og ólst upp í Kocho, litlu þorpi bænda og fjárhirða í Norður-Írak. Hún og systkini hennar tilheyrðu samfélagi Jasída og lifðu rólegu lífi. Því lauk hinn 15. ágúst 2014, þegar Nadia var aðeins 21 árs. Vígamenn Íslamska ríkisins (ISIS) frömdu fjöldamorð á íbúum þorps hennar, tóku af lífi alla karlmenn sem neituðu að ganga af trúnni og allar konur sem voru of gamlar til að hægt væri að selja þær í þrældóm. Nadia var flutt til Mosul og neydd til að gerast ambátt ISIS ásamt þúsundum annarra Jasídastúlkna. Eftir að hún hafði margoft orðið fyrir nauðgunum og barsmíðum tókst henni naumlega að strjúka út á götur Mosul-borgar og finna skjól á heimili súnní-múslimskrar fjölskyldu þar sem elsti sonurinn á heimilinu hætti lífi sínu til að smygla henni á öruggan stað.
 
Saga Nadiu hefur nú knúið heiminn til að beina athygli að þjóðarmorðinu á Jasídum sem enn á sér stað. Í sögu hennar felst ákall um aðgerðir, hún er vitnisburður um lífsvilja manneskjunnnar og ástaróður til heimalands sem glataðist, brothætts samfélags og fjölskyldu sem styrjöld sundraði. Nadia Murad hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína.
Titill Síðasta stúlkan
Flokkur Nadia Murad
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur May 23, 2019