Um BF útgáfu

BF-útgáfa ehf. gefur út undir fjórum heitum, Bókafélagið, Almenna bókafélagið, Unga ástin mín og Bókaútgáfan Björk. BF-útgáfa er framsækin alhliða bókaútgáfa og framleiðandi vara fyrir ferðamenn sem á rætur sínar að rekja til ársins 1995. BF-útgáfa hefur gefið út fjölmargar bækur um allt milli himins og jarðar. Helstu flokkar bóka sem félagið hefur gefið út eru: barnabækur, matreiðslubækur, ævisögur, ljóðabækur og bækur um sögulegan fróðleik. Áhersla er lögð á að gefa út vandaðar bækur á góðu máli.


BF-útgáfa gefur út um 40 bókatitla á ári. BF-útgáfa reiðir sig á fjölmarga verktaka við hin ýmsu störf er líta að útgáfunni. Hjá félaginu starfa þrír í fullu starfi og er framkvæmdastjóri útgáfunnar Jónas Sigurgeirsson. Skrifstofur BF-útgáfu eru á 2. hæð í Fákafeni 11, 108 Reykjavík. Vöruhús félagsins er í Fákafeni 9-11 - kjallara.