Svarta kisa og einvígið við smábarnið

Svarta kisa og einvígið við smábarnið

Flokkur: Nick Bruel
999 kr.

Eigendur SVÖRTU KISU færa henni óvæntan glaðning, stórt og illa lyktandi fyrirbæri sem slefar, hvað í strandflotanum er þetta eiginlega? Svarta kisa heldur að það sé . . . hundur. OJ! Nágrannakettirnir eru sannfærðir um að þetta sé köttur. En við vitum öll að þetta er í raun barn!

Svarta kisa er fræðandi, fyndin, skemmtileg, ófyrirsjáanleg, með svartan húmor og algjör prakkari sem hentar vel 7-10 ára. Fjörugar bækur, ríkulega myndskreyttar og húmor sem bæði foreldrar og börn hafa gaman af og oft er flissað við lesturinn bókanna. Það er farið aðeins inná tilfinningar, pirring, reiði, gleði og sorg og það er hægt að tengja atburði sem svarta kisa lendir í, við daglegt líf barnanna. Á íslensku eru komnar fjórar bækurnar um ævintýri Svörtu kisu, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Umsagnir barna:
„Skemmtileg og spennandi“ - „Svarta kisa er skemmtileg kisa“ - „Hún var skemmtileg, svona erfið og ekki erfið“ - „Ég rann í gegnum bókina á ógnarhraða, hún var það spennandi“.

7-10 ára

Titill Svarta kisa og einvígið við smábarnið
Flokkur Nick Bruel
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur May 23, 2019