Mömmustrákur

Mömmustrákur

Flokkur: Bókafélagið
3.499 kr.

Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson kom fyrst út árið 1982. Hún seldist fljótlega upp og hefur verið ófáanleg um langa hríð. Nú hefur verið bætt úr því með nýrri útgáfu, með nýjum myndum.

Sagan segir frá mömmustráknum Helga litla sem fylgir einstæðri móður sinni í sveitina og þaðan suður til Keflavíkur og lendir í ýmsum ævintýrum. Hann þráir mjög að hitta föður sinn sem á heima í Reykjavík. Vandi hins föðurlausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og ljúfur.

Titill Mömmustrákur
Flokkur Bókafélagið
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Jun 01, 2021