Sólgeislar og skuggabrekkur

Sólgeislar og skuggabrekkur

4.499 kr.

Margrét Ákadóttir leikkona er mörgum kunn. Hér segir hún frá viðburðaríku lífshlaupi sínu þar sem skipst hafa á skin og skúrir, eins og titill bókarinnar ber með sér. Margrét ræðir æskuárin í austurbæ Reykjavíkur en þau mörkuðust meðal annars af því að hún var dóttir eins umdeildasta stjórnmálamanns þjóðarinnar og að margir í móðurfjölskyldu hennar voru gallharðir kommúnistar á Siglufirði.

Í bókinni fer Margrét yfir viðburðarík mótunarár sín, ástarsambönd, ferðalög, búsetu í útlöndum, leiklistarferil sinn og athafnasemi ýmiss konar. Hún er mikill frumkvöðull í listmeðferð og er einn fyrsti Íslendingurinn sem lauk slíku námi. Hún segir frá starfi sínu með geðfötluðum og frábærum árangri breskra listmeðferðarfræðinga ì vinnu sinni með föngum. Hún lýsir baráttu sinni fyrir betra lífi fyrir fatlaðan son sinn Áka.

Titill Sólgeislar og skuggabrekkur
Flokkur Almenna bókafélagið
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Nov 21, 2023