Flug í ókyrru lofti

Flug í ókyrru lofti

4.599 kr.
Ekkert nema kraftaverk virtist geta bjargað Icelandair og fátt blasti við nema gjaldþrot eftir viðvarandi offramboð og verðstríð á Norður-Atlantshafi. Með gamlar flugvélar, sem sjaldan flugu á réttum tíma, og úr sér gengna viðskiptahugmynd gat félagið lítið gert til að mæta þörfum viðskiptavina annað en að lækka fargjöld. Félagið var komið í vítahring sem aðeins gat leitt til hins versta. Stjórnendur og starfsfólk misstu þó aldrei trúna. Þrátt fyrir að framtíðarsýnin næði stundum ekki nema út vikuna og viðskiptahugmyndin væri sú ein að lifa af unnu þau kraftaverkið og rufu vítahringinn og leiddu félagið til endurnýjunar og arðbærs vaxtar.

Þetta er sagan af því hvernig tókst að skapa nýtt Icelandair og breyta einu versta flugfélagi Evrópu í eitt það besta, hvernig nýjar hugmyndir, nýjar flugvélar, nýtt leiðakerfi, nýir innviðir og ekki síst sterk samstaða og traust forysta Sigurðar Helgasonar gáfu okkur framúrskarandi flugfélag. Þetta er sagan af ólgu og átökum og hvernig nýjar hugmyndir vekja upp andstæð sjónarmið svo að oft hriktir í stoðunum. Þetta er sagan af því hvernig nýir eigendur komu stefnulausir að félaginu, sköpuðu óstöðugleika og ýttu frá góðum stjórnarháttum. Hér er einnig sagt frá því hvernig starfsfólkið dró vagninn áfram sama hvernig vindar blésu.

Pétur J. Eiríksson stóð í hringiðunni í 28 ár og segir hér opinskátt og hreinskilið frá því sem gerðist að tjaldabaki og gefur óvenjulega innsýn í rekstur Flugleiða, FL Group og síðan Icelandair Group.

Titill Flug í ókyrru lofti
Flokkur Almenna bókafélagið
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Dec 08, 2022