Hið dökka man – Saga Catalinu
„Ég ákvað að fara út í vændi þegar ég var að skilja. Ég hefði getað farið að vinna aftur í fiski eða á kassa í Bónus en ég vildi verða rík. Ákvörðunin um að gerast vændiskona var ekki erfið – þannig fagnaði ég frelsi mínu.“ Hér er rakin mögnuð saga Catalinu Ncoco, konu sem á ættir að rekja til Miðbaugs-Gíneu, kom til Íslands með ævintýralegum hætti; var húsmóðir, söðlaði um og lagði undir sig íslenskan vændismarkað. Lipurlega skrifuð, einkar fróðleg og forvitnileg bók þar sem margt kemur á óvart.]]>