SUSHI á íslensku

Sushi er bragðgóður, næringarríkur og marglita japanskur réttur sem þú getur auðveldlega búið til heima hjá þér. Sushi-sérfræðingurinn Steven Pallett leiðir lesandann, skref fyrir skref, í gegnum listina að framreiða sushi. Steven útskýrir með einföldum hætti hvernig á bæði að búa til og bera sig að við að snæða sushi. Bókin er í þýðingu Rósu Guðbjartsdóttur en einn fremsti sushi-matreiðslumaður á Íslandi, Sigurður Karl Guðgeirsson, eigandi og yfirmatreiðslumaður sushi-veitingastaðarins suZushii, Kringlunni, hefur staðfært uppskriftir og lagað að íslensku hráefni og aðstæðum.

SUSHI-matreiðslubók hefur ekki komið út áður á íslensku. Þessi bók, ásamt kennslumyndbandi með íslenskum texta og helstu áhöldum til SUSHI-gerðar kemur brátt út á vegum Bókafélagsins.

Tags