Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir?

Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir?

Flokkur: Eggert Skúlason
1.999 kr.

Brottrekstur Gunnars Andersen forstjóra fjármálaeftirlitsins og í kjölfarið fangelsisdómur Hæstaréttar yfir honum er fordæmalaus kafli í íslenskri réttarfarssögu.

Eftir fall bankanna stóðu öll spjót á fjármálaeftirlitinu, sem hóf við hvatningu stjórnmálamanna, fjölmiðla og háværra álitsgjafa rannsóknir á orsökum hrunsins. Eggert Skúlason, ritstjóri DV, fjallar hér um vinnubrögð og árangur þessara rannsókna sem náðu til hundruða einstaklinga. Þar kemur fjölmargt athyglisvert fram. Niðurstaðan er einstæð bók um einstakt tímabil í sögu þjóðarinnar.

Andersenskjölin - Rannsóknir eða ofsóknir?er afrakstur viðamikillar rannsóknar þaulreynds ritstjóra og blaðamanns. Stuðst er við trúnaðarskjöl og rætt var við á fimmta tug manna sem gáfu upplýsingar sem varpa nýju ljósi á fjölmarga flætti í íslenskri stjórnsýslu, svo að úr verður grípandi frásögn sem er lygilegri en nokkur skáldskapur.

 

Titill Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir?
Flokkur Eggert Skúlason
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur May 04, 2015