Búsáhaldabyltingin

Búsáhaldabyltingin

1.999 kr.

Búsáhaldabyltingin 2008–2009 er einn ótrúlegasti kaflinn í nútímasögu Íslendinga. Hið friðsæla Ísland fyrri ára steyptist skyndilega um koll. Setið var um Stjórnarráðið, Seðlabankann og Alþingi, ráðherrar urðu að hafa lífverði, reynt var að frelsa fanga úr haldi lögreglunnar, barist var nánast upp á líf og dauða á götum Reykjavíkur, lögreglan var að niðurlotum komin eftir margra daga götubardaga, ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum.

 

Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur hefur haft aðgang að áður óbirtum trúnaðargögnum, meðal annars skýrslum og endurminningum, og talað við fjölda manns, sem tók beinan eða óbeinan þátt í þessum atburðum, lögreglumenn, mótmælendur, ráðherra og alþingismenn. Niðurstaðan er einstæð bók um einstæðan viðburð.

Titill Búsáhaldabyltingin
Flokkur Stefán Gunnar Sveinsson
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Mar 18, 2013