Heilsuréttir fjölskyldunnar

Heilsuréttir fjölskyldunnar

3.999 kr.
Í Heilsuréttum fjölskyldunnar eru uppskriftir að ljúffengum réttum sem fjölskyldan elskar en bókin er skrifuð fyrir þá sem vilja bæta mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar.
Höfundur bókarinnar, Berglind Sigmarsdóttir, er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Í þessari einstöku bók hefur hún notið aðstoðar eiginmanns síns, landsliðskokksins Sigurðar Gíslasonar, við gerð uppskriftanna og afraksturinn er glæsileg lífsstíls- og matreiðslubók, stútfull af girnilegum heilsuréttum sem allir eiga eftir að njóta. Gefin eru ráð um hvernig hægt er að draga úr sykurneyslu barna og ungmenna – og hvernig við fáum börn og unglinga til að borða heilsusamlegan mat og bæta lífsstíl sinn.
Titill Heilsuréttir fjölskyldunnar
Flokkur Berglind Sigmarsdóttir
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Oct 30, 2011