Miðnæturveislan

Miðnæturveislan

Flokkur: Bókafélagið
3.799 kr.

Á opnunarkvöldi á Setrinu er ekkert til sparað, hvorki í stóru né smáu. Vatnið í barmafullri sundlauginni glitrar. Skjóðum með lækningakristöllum hefur verið komið fyrir í strandkofunum og skógarhreysunum. Einkenniskokteill Setursins (greipaldin, engifer, vodka og skvetta af CBD-olíu) rennur í stríðum straumum. Allir eru klæddir í hör. Myrkrið bærir þó á sér undir brennheitri Jónsmessusólinni. Gamlir vinir og óvinir eru á ferli meðal gestanna. Rétt fyrir utan vel snyrta lóð Setursins er forn skógur fullur af leyndarmálum. Lögreglan er kölluð út að morgni sunnudags eftir opnunarhátíðina. Eitthvað er að.

Titill Miðnæturveislan
Flokkur Bókafélagið
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur Jun 26, 2024