Miðnæturveislan
Miðnæturveislan
3.799 kr.
Á opnunarkvöldi á Setrinu er ekkert til sparað, hvorki í stóru né smáu. Vatnið í barmafullri sundlauginni glitrar. Skjóðum með lækningakristöllum hefur verið komið fyrir í strandkofunum og skógarhreysunum. Einkenniskokteill Setursins (greipaldin, engifer, vodka og skvetta af CBD-olíu) rennur í stríðum straumum. Allir eru klæddir í hör. Myrkrið bærir þó á sér undir brennheitri Jónsmessusólinni. Gamlir vinir og óvinir eru á ferli meðal gestanna. Rétt fyrir utan vel snyrta lóð Setursins er forn skógur fullur af leyndarmálum. Lögreglan er kölluð út að morgni sunnudags eftir opnunarhátíðina. Eitthvað er að.
Titill | Miðnæturveislan |
Flokkur | Bókafélagið |
Gerð vöru | Bækur |
Útgáfudagur | Jun 26, 2024 |