Úr álögum

Úr álögum

Flokkur: Jan Valtin
4.999 kr.

Richard Krebs, sem skrifaði undir dulnefninu Jan Valtin, átti ævintýralegt líf sem erindreki Alþjóðasambands kommúnista í Þýskalandi og Danmörku og njósnari fyrir Gestapo, leynilögreglu nasista. Hann upplýsir um tengsl danskra verkalýðsforingja við Kremlverja og segir frá mönnum, sem síðar hlutu frama í leynilögreglu Austur-Þýskalands. Hann ljóstrar upp um það, að kommúnistasellur, sem unnu á skipum Eimskipafélags Íslands, fluttu leyniskjöl á milli landa.

 

Höfundur hét í raun Richard Krebs en skrifaði undir dulnefninu Jan Valtin og lýsir hér ævintýralegu lífi sem flugumaður Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, um allan heim árin milli stríða, en þar koma íslenskir kommúnistar m. a. við sögu. Síðar gómuðu nasistar hann og pynduðu nærri því til dauðs. Eftir skipun Kominterns gekk Krebs í þjónustu nasista og varð gagnnjósnari. Þegar bókin var gefin út hér 1941, heimtuðu kommúnistar, að hún yrði bönnuð. Bókin er sannkallaður aldarspegill áranna milli stríða, þegar kommúnismi og nasismi virtust vera að leggja undir sig heiminn. Hröð frásögn og reyfaraleg. Það leggur enginn þessa bók frá sér. Með formála og skýringum eftir prófessor Hannes H. Gissurarson.

Titill Úr álögum
Flokkur Jan Valtin
Gerð vöru Bækur
Útgáfudagur May 29, 2019