BF-útgáfa eignast Bókaútgáfuna Björk
í janúar 2019 tók BF-útgáfa yfir rekstur Bókaútgáfunnar Bjarkar. Bækur Bjarkar hafa fylgt Íslendingum síðustu 75 ár og má þar helst nefna Skemmtilegu smábarnabækurnar, Palli var einn í heiminum og Selinn Snorra. Á meðal þekktra bóka innan bókaraðarinnar Skemmtilegu smábarnabækurnar eru Láki jarðálfur, Stubbur, Græni hatturinn, Bláa kannan, Stúfur og fleiri og fleiri bækur. Á árinu 2020 munu verða endurprentaðar margar bækur sem hafa verið uppseldar um nokkurn tíma.